Gáfum ekki tommu eftir

Thomas Tuchel hrósaði sínum mönnum í hástert í leikslok.
Thomas Tuchel hrósaði sínum mönnum í hástert í leikslok. AFP

„Ég er gríðarlega sáttur með frammistöðu liðsins,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, í samtali við BBC Sport eftir 1:0-sigur liðsins gegn Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Mason Mount skoraði sigurmark Chelsea í kvöld en Tuchel hefur fengið sannkallaða óskabyrjun með Chelsea og í þeim tíu leikjum sem hann hefur stýrt liðinu hefur Chelsea unnið sjö þeirra og gert þrjú jafntefli.

„Það var ljóst fyrir leikinn að við þurftum að spila okkar besta leik til þess að eiga möguleika í frábært lið Liverpool.

Við vorum hugrakkir og höfðum trú á verkefninu strax frá fyrstu mínútu. Við pressuðum þá hátt á vellinum og gáfum ekki tommu eftir.

Við mættum með okkar leikskipulag inn í leikinn, héldum okkur við það allan tímann, jafnvel þótt þeir hafi sett pressu á okkur, og uppskárum gríðarlega mikilvægan sigur,“ bætti Tuchel við.

mbl.is