Hræðilegt að tapa á móti Liverpool (myndskeið)

Joe Cole lék m.a. með Liverpool og Chelsea á sínum ferli en hann viðurkennir að það hafi verið hræðilegt að tapa á móti Liverpool er hann var leikmaður Chelsea.

Cole lék með Chelsea frá 2003 til 2010, alls 182 deildarleiki, þar sem hann skoraði 28 mörk. Cole skipti til Liverpool en lék aðeins 26 deildarleiki á þremur árum og skoraði í þeim þrjú mörk.

Liverpool mætir Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 20:15.

Innslag með Joe Cole má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is