Klár í slaginn um helgina

Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum gegn Fulham.
Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum gegn Fulham. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Burnley, hefur jafnað sig af meiðslum sem hafa verið að hrjá hann undanfarnar vikur.

Þetta staðfesti Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, á blaðamannafundi í dag.

Sóknarmaðurinn hefur misst af síðstu þremur leikjum Burnley vegna meiðsla en hann lék síðast með liðinu í 1:1-jafntefli gegn Fulham í ensku úrvaldeildinni, 17. febrúar.

Hann fór meiddur af velli á 39. mínútu gegn Fulham en er klár í slaginn fyrir næsta leik liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, 6. mars.

„Jóhann Berg hefur æft af krafti alla vikuna og er tilbúinn í slaginn,“ sagði Dyche í dag.

„Við þurfum að sjá hvernig hann verður um helgina en hann er leikfær gegn Arsenal eins og staðan er í dag,“ bætti Dyche við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert