Markið: Alli hélt hann hefði skorað

Tosin Adarabioyo, miðvörður Fulham, reyndist örlagavaldurinn þegar liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Tottenham en Adarabioyo varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax á 19. mínútu.

Dele Alli, miðjumaður Tottenham, hélt að hann hefði skorað og fagnaði vel og innilega en eftir að markanefnd ensku úrvalsdeildarinnar hafði skoðað markið var það skráð á Adarabioyo.

Leikur Fulham og Tottenham var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is