Markið: Mount jók á þjáningar Liverpool

Mason Mount skoraði sigurmark Chelsea þegar liðið mætti Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 

Leiknum lauk með 1:0-sigri Chelsea en Mount kom Chelsea yfir undir lok fyrri hálfleiks með laglegu einstaklingsframtaki og reyndist það eina mark leiksins.

Þetta var fimmta tap Liverpool í röð í deildinni á heimavelli sem er versti árangur í sögu félagsins.

Leikur Liverpool og Chelsea var sýndur beint á Símanum Sport.

mbl.is