Þegar Hermann kastaði sér upp í stúkuna (myndskeið)

Hermann Hreiðarsson í landsleik um síðustu aldamót.
Hermann Hreiðarsson í landsleik um síðustu aldamót. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fyrir nákvæmlega 20 árum, 4. mars 2001, vann Ipswich Town sigur á Bradford City, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og Hermann Hreiðarsson kom við sögu á óvenjulegan hátt.

Hermann var í lykilhlutverki í vörn Ipswich þetta tímabil og spilaði 35 af 38 leikjum liðsins í úrvalsdeildinni. Hann er enn þann dag í dag leikjahæsti Íslendingurinn í deildinni með 322 leiki.

Meðfylgjandi myndbrot var birt á Twitter í dag. Þar má sjá mörkin í umræddum leik Ipswich og Bradford City. Hermann skoraði ekki en hann fagnaði þriðja marki Ipswich líklega betur en þótt hann hefði sjálfur komið boltanum í netið.

Sjón er sögu ríkari í myndskeiðinu:

mbl.is