Tevez ýtti undir ríginn (myndskeið)

Borgarslagurinn milli Manchester City og Manchester United ristir greinilega djúpt því aðeins fimm leikmenn hafa spilað fyrir bæði lið frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992.

Flestir þeirra eiga það sameiginlegt að hafa spilað með United á hátindi ferils síns en gengið svo til liðs við City þegar var farið að síga á seinni hluta ferilsins.

Stærstu félagaskiptin voru þó án efa þegar argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez fór frá United til City árið 2009 eftir að hafa unnið deildina tvisvar og Meistaradeildina einu sinni með Rauðu djöflunum.

Sir Alex Ferguson, þáverandi knattspyrnustjóri United, var ekki beint sáttur, ekki frekar en stuðningsmenn liðsins, þegar Tevez skipti um lið í borginni og gremjan hefur væntanlega ekkert minnkað þegar Tevez var algjör lykilmaður þegar City vann bikarinn árið 2011 og svo ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn ári seinna.

Félagsskiptin áttu því stóran þátt í að ýta undir ríginn milli liðanna, enda hélst vera Tevez í City árin 2009 til 2013 í hendur við gífurlegar bætingar liðsins. 

mbl.is