Ein stærsta viðureign í heimi (myndskeið)

Grannarnir Manchester City og Manchester United eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun klukkan 16:30.

Á árum áður hafði United mikla yfirburði í viðureigninni en eftir að Manchester City varð eitt ríkasta félag heims hefur bláa liðið í Manchester oft reynst því rauða erfitt.

Fyrir helgina var Manchester City í toppsætinu með 65 stig og United í öðru sæti með 51 stig.

Í meðfylgjandi myndkeiði er stuttlega farið yfir sögu viðureignarinnar síðustu ár en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is