Klaufagangur Svisslendingsins kostaði Arsenal

Burnley og Arsenal skildu jöfn í dag.
Burnley og Arsenal skildu jöfn í dag. AFP

Burnley og Arsenal skildu jöfn, 1:1, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Arsenal byrjaði miklu betur og Pierre-Emerick Aubameyang kom liðinu yfir strax á sjöttu mínútu með föstu skoti í teignum. Nick Pope í marki Burnley var í boltanum en missti hann klaufalega undir sig. 

Arsenal hélt áfram og fékk mörg færi til að bæta við öðru markinu. Það tókst hins vegar ekki og Chris Wood jafnaði þvert gegn gangi leiksins á 39. mínútu. Granit Xhaka sendi þá boltann beint í Wood í teignum og boltinn fór í markið. 

Seinni hálfleikurinn var jafnari, en Arsenal fékk fleiri færi. Ekki tókst lærisveinum Mikels Arteta hins vegar að bæta við marki og liðin skipta með sér stigunum. 

Arsenal er í tíunda sæti deildarinnar með 38 stig og Burnley í 15. sæti með 30 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Burnley 1:1 Arsenal opna loka
90. mín. Færi! Boltinn dettur á Aubameyang inn í teignum en Ben Mee kastar sér fyrir boltann og bjargar marki.
mbl.is