Klikkað að vera boltastrákur og spila svo með þeim (myndskeið)

Phil Foden er uppalinn hjá enska knattspyrnuliðinu Manchester City. Í gegnum árin hefur hann verið lukkustrákur hjá félaginu, boltasækir og nú lykilmaður á vellinum.

Foden segist hafa byrjað að spila fótbolta á bílastæði í grennd við heimili sitt og það að hafa spilað á götum gegn eldri drengjum hafi hjálpað sér að þróast sem leikmaður, þar sem hann fór að leggja áherslu á góða tækni og boltameðferð.

Hann rifjar upp hversu ótrúlegt það hafi verið fyrir hann að horfa á leikmenn City, þar á meðal Sergio Agüero, skora mörk þegar hann var boltasækir og fara svo að spila með hetjum sínum nokkrum árum síðar.

Foden ræðir æsku sína og hvernig það var að alast upp hjá City nánar í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert