Mörkin: Þrumufleygur í Sheffield

Varamaðurinn Che Adams tryggði Southampton 2:0-sigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag með stórglæsilegu marki. 

James Ward-Prowse kom Southampton yfir úr víti eftir að Ethan Ampadu gerðist brotlegur innan teigs. 

Mörkin tvö má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is