Tilþrifin: Ótrúlegur klaufagangur hjá Arsenal

Svisslendingurinn Granit Xhaka var skúrkurinn hjá Arsenal er liðinu mistókst að vinna Burnley á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Xhaka gaf Chris Wood auðvelt jöfnunarmark skömmu fyrir hálfleik og urðu lokatölur 1:1. 

Markið klaufalega og önnur tilþrif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is