Klopp gerir sjö breytingar – „Fannst það rökrétt“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerir sjö breytingar frá 0:1 tapinu gegn Chelsea á fimmtudaginn þegar liðið tekur á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrir leik var Klopp spurður af hverju hann gerði svo margar breytingar.

„Tvær þeirra þurftum við að gera vegna smávægilegra meiðsla, hjá Bobby [Firmino) og Ozan [Kabak]. Svo fannst okkur rökrétt að gera allar hinar breytingarnar líka þar sem við erum þessa stundina að glíma við mikið leikjaálag,“ sagði hann.

Klopp útskýrði nánar ákvörðun sína:

Við höfðum möguleikann á að að vera með nokkra leikmenn í byrjunarliðinu núna því þeir hafa náð fleiri æfingum að undanförnu. Okkur fannst sem þessir leikmenn muni passa vel saman. Þannig að það er svona planið á bak við þessa ákvörðun. Við erum að fá ferska fætur til baka og við viljum að þeir fái tækifæri til þess að berjast í dag.“

Þar á Klopp meðal annars við portúgalska sóknarmanninn Diogo Jota, sem byrjar í dag, og er hann afar ánægður með að geta stillt honum loks aftur upp í byrjunarliði sínu.

Nánar er rætt við Klopp í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert