West Ham upp í fimmta sætið

Leedsarinn Mateusz Klich með boltann á London-vellinum í kvöld.
Leedsarinn Mateusz Klich með boltann á London-vellinum í kvöld. AFP

West Ham fór upp fyrir Tottenham og Liverpool með 2:0-heimasigri á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Leeds byrjaði betur og kom boltanum tvisvar í markið á fyrstu tíu mínútunum en mörkin voru dæmd af vegna rangstöðu annarsvegar og vegna þess að boltinn fór út fyrir endalínu hinsvegar. 

West Ham skoraði úr fyrstu alvörusókn sinni þegar Jesse Lingard náði í vítaspyrnu. Hann tók spyrnuna sjálfur, Illan Meslier í marki Leeds varði, en Lingard tók frákastið og skoraði af öryggi. 

Aðeins sjö mínútum síðar skallaði Craig Dawson boltann í netið af stuttu færi eftir horn og reyndist það síðasta mark leiksins, þrátt fyrir að Leeds hafi sótt mikið í seinni hálfleik.

West Ham er með 48 stig, tveimur stigum frá Chelsea sem er í fjórða sæti. Leeds er í ellefta sæti með 35 stig.  

Jesse Lingard skoraði fyrra mark West Ham.
Jesse Lingard skoraði fyrra mark West Ham. AFP
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

West Ham 2:0 Leeds opna loka
90. mín. Leik lokið West Ham fer upp í fimmta sætið.
mbl.is