Átta sigrar í ellefu leikjum

Byrjun Thomas Tuchels hjá Chelsea lofar svo sannarlega góðu.
Byrjun Thomas Tuchels hjá Chelsea lofar svo sannarlega góðu. AFP

Þjóðverjinn Thomas Tuchel stýrði Chelsea til sigurs þegar liðið fékk Gylfa Þór Sigurðsson og liðsfélaga hans í Everton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í gær.

Ben Godfrey, varnarmaður Everton, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik eftir að skot Kai Havertz hrökk af honum og í netið.

Það var svo Jorginho sem bætti við öðru marki Chelsea með marki úr vítaspyrnu eftir að Jordan Pickford, markvörður Everton, hafði brotið á Havertz innan teigs, og lokatölur því 2:0 fyrir Chelsea.

Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið hjá Everton í leiknum en honum var skipt af velli á 70. mínútu.

Það virðist ekkert getað stöðvað Chelsea þessa dagana en Tuchel tók við þjálfun liðsins af Frank Lampard 26. janúar.

Síðan þá hefur liðið leikið ellefu leiki í öllum keppnum, unnið átta þeirra og gert þrjú jafntefli. Tuchel á því ennþá eftir að tapa sínum fysta leik sem knattspyrnustjóri Chelsea.

Þá setti þýski stjórinn met í gær en hann er fyrsti stjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem nær að halda marki sínu hreinu í fyrstu fimm heimaleikjum sínum í deildinni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert