Alltaf mest ógnvekjandi á Highbury (myndskeið)

Ledley King, fyrrverandi leikmaður Tottenham Hotspur og núverandi aðstoðarþjálfari hjá liðinu, segir að þegar liðið mætti Arsenal í Norður-Lundúnaslagnum hafi alltaf verið mest ógnvekjandi að spila á Highbury, gamla heimavelli Arsenal.

Þar hafði nálægð við áhorfendur sitt að segja, en vitanlega var lið Arsenal afar sterkt á þeim árum sem King og félagar þurftu að heimsækja granna sína á völlinn, en Arsenal spilaði sinn síðasta leik á vellinum í maí 2006.

King, sem spilaði fyrir Tottenham árin 1999-2012, lék gegn Arsenal í 16 deildarleikjum en vann aðeins tvo leiki, gerði sex jafntefli og tapaði átta.

Í spilaranum hér að ofan fer hann yfir minningar sínar af Norður-Lundúnaslagnum og metur möguleika liðsins í leiknum í ensku úrvalsdeildinni á morgun, sem verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport.

Leikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun og hefst upphitun klukkan 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert