Mörkin: Draumamark á Goodison Park

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley sóttu þrjú stig á Goodison Park er þeir lögðu Everton að velli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, 2:1.

Gestirnir komust í tveggja marka forystu snemma leiks með mörkum frá Chris Wood og Dwight McNeil en sá síðarnefndi skoraði eitt besta mark vetursins. Dominic Calvert-Lewin klóraði í bakkann fyrir heimamenn sem töpuðu enn einum heimaleiknum á tímabilinu. Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is