Mörkin: Spenna á botninum

Lewis Dunk og Leandro Trossard skoruðu mörkin mikilvægu er Brighton sótti mikilvæg stig í fallbaráttuni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Brighton vann 2:1-sigur á Southampton en tilþrif leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan. Che Adams skoraði mark heimamanna sem eiga nú í hættu á að sogast niður í fallbaráttuna ef áfram heldur sem horfir, liðið hefur unnið fáa leiki undanfarið.

mbl.is