Tilþrifin: Skallaði boltann í eigið mark

Varnarmaðurinn Craig Dawson skoraði sigurmark Manchester United í 1:0-sigri á West Ham á Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Því miður fyrir Dawson spilar hann fyrir West Ham og var markið sjálfsmark. Sigurinn var verðskuldaður þar sem West Ham átti ekki eitt einasta skot á markið. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is