Vöknuðu eftir skell gegn Leicester (myndskeið)

Matt Elliott, fyrrverandi leikmaður Leicester City, telur 5:2 sigur liðsins gegn meistaraefnunum í Manchester City, á Etihad-vellinum í Manchester, hafa orðið til þess að síðarnefnda liðið hafi vaknað af værum blundi.

Í meðfylgjandi myndskeiði bendir Elliott á að eftir þennan skell á heimavelli hafi Man City lagfært varnarleik liðsins til mikilla muna, sem hafi svo lagt grunn að því magnaða tímabili sem það er að eiga.

Leicester tekur á móti Man City í ensku úrvalsdeildinni á morgun og hefst leikurinn klukkan 16:30. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport og hefst upphitun hálftíma fyrr.

mbl.is