Leikmaður mánaðarins framlengir

Kelechi Iheanacho.
Kelechi Iheanacho. AFP

Kelechi Iheanacho, fram­herji Leicester City, hefur framlengt samning sinn við félagið daginn eftir að hann var valinn leikmaður mánaðar­ins í mars í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu.

Framherjinn er 24 ára og hefur framlengt samning sinn um þrjú ár við félagið, eða þangað til sumarið 2024. Iheanacho hefur skorað sjö mörk í síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum og fór á kostum í úrvalsdeildinni í mars, skoraði fimm mörk í þremur deildarleikjum.

Nígeríumaðurinn virðist vera að finna sitt besta form eftir erfiðan vetur. Fyr­ir mars­mánuð var Iheanacho bú­inn að skora aðeins eitt deild­ar­mark í 13 leikj­um en er nú kom­inn á mjög gott ról með Leicester, sem hef­ur átt frá­bært tíma­bil, er í þriðja sæti deild­ar­inn­ar og stefn­ir þar með hraðbyri í átt að því að tryggja sér Meist­ara­deild­ar­sæti.

Leicester tekur á móti toppliði Manchester City í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert