Mörkin: Egyptinn sneri taflinu við

Egypski vængmaðurinn Trézéguet lét heldur betur að sér kveða í sigri Aston Villa gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Eftir að hafa komið inn á sem varamaður í stöðunni 0:1 skoraði hann tvö mörk á þremur mínútum og sneri taflinu við. Ollie Watkins rak svo smiðshöggið á góða endurkomu og tryggði Villa 3:1-sigur.

Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is