Gæti verið frá út tímabilið

Anthony Martial fer meiddur af velli í leik Frakklands gegn …
Anthony Martial fer meiddur af velli í leik Frakklands gegn Kasakstan. AFP

Anthony Martial, framherji enska knattspyrnuliðsins Manchester United, gæti verið frá út tímabilið eftir að hafa meiðst með franska landsliðinu í síðustu viku.

Þetta sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man Utd, á blaðamannafundi um helgina. Martial meiddist á hné í leik gegn Kasakstan í undankeppni HM 2022.

„Að missa Anthony það sem gæti reynst vera út tímabilið er mjög svekkjandi. Samkvæmt fréttum frá Frakklandi áttu meiðslin ekki að vera alvarleg en þetta lítur illa út,“ sagði Solskjær.

Hann sagðist vonast til þess að endurheimta Martial fyrir lok tímabilsins en að ekki væri hægt að vita með vissu hvort það næðist.

mbl.is