West Ham í meistaradeildarsæti

Jesse Lingard skoraði og lagði upp.
Jesse Lingard skoraði og lagði upp. AFP

West Ham er komið upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3:2-útisigur á Wolves í fjörugum leik í kvöld. 

West Ham byrjaði af gríðarlegum krafti og komst í 2:0 strax á 14. mínútu með mörkum frá Jesse Lingard og Pablo Fornals. Lingard var aftur á ferðinni á 38. mínútu þegar hann lagði upp þriðja mark West Ham á Jarrod Bowen. 

Leander Dedoncker minnkaði muninn á 44. mínútu og var staðan í hálfleik 3:1. Fábio Silva minnkaði muninn enn frekar á 68. mínútu, 3:2, en nær komst Wolves ekki. 

West Ham er eins og áður segir í 4. sæti, með 52 stig. Wolves er í 14. sæti með 35 stig. 

mbl.is