Liverpool og United berjast um Konaté

Ibrahima Konaté í leik með Frökkum á EM U21-árs landsliða …
Ibrahima Konaté í leik með Frökkum á EM U21-árs landsliða á dögunum. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur blandað sér í baráttuna um Ibrahima Konaté, varnarmann RB Leipzig.

Það er Eurosport sem greinir frá þessu en Konaté, sem er 21 árs gamall franskur varnarmaður, hefur verið sterklega orðaður við Liverpool að undanförnu.

Konaté er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa RB Leipzig fyrir 34 milljónir punda næsta sumar.

Liverpool hefur átt í viðræðum við þýska félagið undanfarnar vikur en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, er einnig mikill aðdáandi leikmannsins.

Konaté gekk til liðs við RB Leipzig frá Sochaux í Frakklandi árið 2017 en hann hefur komið við sögu í tíu leikjum með Leipzig í þýsku 1. deildinni á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert