Vantar sigurhugarfar í Tottenham (myndskeið)

Andy Townsend, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Aston Villa, Southampton og Middlesbrough, segir lið Tottenham Hotspur skorta sigurhugarfar.

„Það vantar sárlega sigurhugarfar í þetta Spurs-lið. Þeir eru með svo mikið af toppleikmönnum en sem lið, sem hópur, virðast þeir ekki geta þvingað það nægjanlega fram hjá hver öðrum.

Á einhverjum tímapunkti verður liðið að koma sér í þá stöðu að það geti unnið titil eða tvo. Þetta er svolítið „nú eða aldrei“ augnablik fyrir þennan hóp leikmanna,“ segir Townsend.

Í spilaranum hér að ofan skoðar hann lið Tottenham og Manchester United fyrir viðureign liðanna um helgina.

Totten­ham tek­ur á móti Man Utd í ensku úr­vals­deild­inni á morgun, sunnudag. Leik­ur­inn hefst klukk­an 15.30 og verður sýnd­ur í beinni út­send­ingu á Sím­an­um Sport. Upp­hit­un hefst hálf­tíma fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert