Yfirburðir Chelsea í Lundúnaslag

Chelsea lenti ekki í neinum vandræðum gegn Crystal Palace.
Chelsea lenti ekki í neinum vandræðum gegn Crystal Palace. AFP

Chelsea átti ekki í neinum vandræðum með að vinna 4:1-sigur á Crystal Palace á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Chelsea byrjaði af gríðarlegum krafti og eftir aðeins tíu mínútur voru Kai Havertz og Christian Pulisic búnir að koma liðinu í 2:0. Kurt Zouma bætti við marki á 30. mínútu og var staðan í leikhléi 3:0.

Christian Benteke lagaði stöðuna fyrir Palace á 63. mínútu en Chelsea átti lokaorðið því Pulisic skoraði annað mark sitt á 78. mínútu og þar við sat.

Chelsea er í fjórða sæti deildarinnar með 54 stig og Crystal Palace í 13. sæti með 38 stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert