Hann hefur ekkert að sanna

Jür­gen Klopp heils­ar upp á Trent Al­ex­and­er-Arnold eft­ir leikinn í …
Jür­gen Klopp heils­ar upp á Trent Al­ex­and­er-Arnold eft­ir leikinn í gær. AFP

Trent Alexander-Arnold skoraði dramatískt sigurmark Liverpool í gær og hefur „ekkert að sanna“ að mati knattspyrnustjóra hans, Jür­gen Klopp.

Liverpool vann 2:1-sigur á Aston Villa á Anfield í úrvalsdeildinni ensku í gær þar sem bakvörðurinn skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma aðeins örfáum vikum eftir að hann var ekki valinn í enska landsliðshópinn.

Alexander-Arnold, 22 ára, gerðist sekur um mistök í einu af mörkum Real Madríd gegn Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum en skoraði í gær sitt annað mark á tímabilinu, þá hefur hann lagt upp sex í vetur á samherja sína. Enginn af þeim þremur bakvörðum sem var í síðasta landsliðshópi Englands hefur gert betur.

„Hann hefur ekkert að sanna, landsliðsþjálfarinn velur hópinn og þú verður bara að bera virðingu fyrir því,“ sagði Klopp við BBC eftir leik en Þjóðverjinn hafði áður gagnrýnt ákvörðun Gareths Southghate, þjálfara Englands, og sagði hann meðal annars „ef Trent Al­ex­and­er-Arnold er ekki í hópn­um þá hlýt­ur Eng­land að vera með ótrú­lega góðan hóp. Það kom mér á óvart að hann var ekki kallaður til, ég ber virðingu fyr­ir ákvörðun­inni en ég skil hana ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert