Mörkin: Ótrúlegur flugskalli Cavani

Það er þess virði að horfa á það helsta úr fjörugum leik Tottenham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en klippu úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

United vann 3:1-sigur eftir að hafa lent undir snemma leiks en þá var einnig umdeilt mark dæmt af liðinu í fyrri hálfleik. Heung-min Son kom heimamönnum yfir skömmu fyrir hlé áður en United sneri taflinu við í síðari hálfleik með mörkum frá Fred, Edinson Cavani og Mason Greenwood. Mark Úrúgvæans, sem kom United í 2:1, var sérlega glæsilegt.

mbl.is