Arnar: Mesta rugl sem ég hef séð (myndskeið)

Arnar Gunnlaugsson var ósáttur með að mark sem Edinson Cavani skoraði fyrir Manchester United gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld skyldi vera dæmt af.

Markið var dæmt af þar sem Scott McTominay sló Heung-Min Son í andlitið í aðdraganda marksins og fékk Tottenham því aukaspyrnu.

Atvikið og umræðurnar í Vellinum á Símanum sport má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is