Mörkin: WBA hélt áfram að raða inn

West Bromwich Albion hélt áfram að raða inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þótt liðið sé í fallsæti hefur það skorað átta mörk í síðustu tveimur leikjum. 

WBA fylgdi eftir 5:2 útisigri á Chelsea með 3:0 heimasigri á Southampton í kvöld. 

Fyrsta markið skoraði Matheus Pereira úr vítaspyrnu en ekki þurfti að deila um þann dóma.

Matthew Phillips bætti við marki af stuttu færi á 35. mínútu eftir gott upphlaup vinstra megin.

Á 69. mínútu slapp Callum Robinson inn fyrir vörnina og skoraði með skoti úr miðjum teignum.

mbl.is