Rólegt kvöld hjá Everton

Gylfi í baráttu um boltann við Adam Lallana í kvöld.
Gylfi í baráttu um boltann við Adam Lallana í kvöld. AFP

Rólegt var yfir Evertonliðinu í kvöld þegar liðið heimsótti Brighton á suðurströndina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

Liðin gerðu markalaust jafntefli en Gylfi Þór Sigurðsson var á sínum stað á miðjunni hjá Everton. 

Hjá Everton hefðu menn getað þegið þrjú stig þar sem liðið er í baráttu um að komast í Evrópukeppni. Everton er í 8. sæti með 48 stig. 

Everton átti einungis eina tilraun sem rataði á mark andstæðinganna en liðið saknaði reyndar Dominic Calvert-Lewin sem er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu. 

Brighton er sjö stigum fyrir ofan fallsæti með 33 stig eins og Burnley. Stigi meira en Newcastle. 

mbl.is