Um hvað er fólk eiginlega að tala?

Fred í baráttunni við Harry Kane í leiknum í gær.
Fred í baráttunni við Harry Kane í leiknum í gær. AFP

Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Manchester United, var ekki hrifinn af frammistöðu Freds, miðjumanns United, þegar liðið vann 3:1-útisigur gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í London í gær.

Fred jafnaði metin fyrir United í upphafi síðari hálfleiks eftir laglegt samspil United-manna en þrátt fyrir það lét Keane leikmanninn heyra það duglega eftir leik.

Brasilíski miðjumaðurinn fékk hrós frá mörgum fyrir spilamennsku sína en Keane var ekki sammála.

Um hvað er fólk eiginlega að tala?“ sagði Keane eftir að sumir stuðningsmenn United höfðu hrósað Fred.

„Það var eins gott að Fred skoraði því mér fannst hann afleitur í leiknum. Markið hjá honum kom hins vegar eftir flottan samleik sem ber að hrósa.

Fred var réttur maður á réttum stað eftir lakan varnarleik en ég hélt satt best að segja að hann myndi klúðra færinu, þrátt fyrir að vera einn fyrir opnu marki,“ bætti Keane við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert