Sagan endalausa að endurtaka sig?

Jadon Sancho hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur …
Jadon Sancho hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur níu í þýsku 1. deildinni á tímabilinu. AFP

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa enn þá áhuga á enska sóknarmanninum Jadon Sancho.

Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu en Sancho var sterklega orðaður við enska félagið allt síðasta sumar.

Sancho, sem er 21 árs gamall, er samningsbundinn þýska knattspyrnufélaginu Borussia Dortmund til sumarsins 2023 en hann er verðmetinn á um 100 milljónir punda.

United var ekki tilbúið að borga uppsett verð fyrir leikmanninn síðasta sumar, meðal annars vegna tekjuskerðingar félagsins vegna kórónuveirufaraldursins.

Félagið ætlar sér hins vegar að styrkja sig í sumar með öflugum leikmönnum en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur lengi verið aðdáandi Sancho.

mbl.is