Sonur Solskjærs: Ég fæ alltaf að borða

Ole Gunnar Solskjær og José Mourinho rifust eftir leik.
Ole Gunnar Solskjær og José Mourinho rifust eftir leik. AFP

Noah Solskjær, sonur Ole Gunnars Solskjærs knattspyrnustjóra Manchester United, kemur pabba sínum til varnar í viðtali sem hann veitti Tidens Krav í Kristiansund.

Ole Gunnar átti í deilum við José Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham, eftir leik Tottenham og United á sunnudaginn var. Ole Gunnar var mjög ósáttur við Heung-Min Son, leikmann Tottenham eftir leik, og sakaði hann um leikræna tilburði. Sagði Solskjær að Son fengi ekki að borða, ef hann væri sonur sinn.

Mourinho var allt annað en sáttur við þau ummæli og tjáði enskum fjölmiðlum að það ætti alltaf að gefa börnunum sínum að borða. Noah Solskjær hefur nú staðfest að Ole Gunnar gefi börnunum sínum að borða eftir allt saman.

„Ég fæ alltaf að borða, ég get lofað ykkur því. Ég hefði aldrei legið eftir eins og Son. Mourinho vildi örugglega bara dreifa athyglinni frá því að liðið hans tapaði,“ sagði Noah Solskjær, sem er 21 árs leikmaður Kristiansund í Noregi. 

mbl.is