Stuðningsmenn City og Tottenham fá 2.000 miða

Wembley verður ekki tómur.
Wembley verður ekki tómur. AFP

Stuðningsmenn Manchester City og Tottenham fá samtals 4.000 miða er liðin mætast á Wembley í úrslitaleik enska deildabikarsins í fótbolta hinn 25. apríl næstkomandi.

Starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og íbúar í grennd við Wembley fá hina 4.000 miðana sem í boði eru á leikinn og verða áhorfendur því alls 8.000.

Stuðningsmennirnir taka próf heima hjá sér skömmu fyrir leik og síðan fara þeir aftur í skimum fimm dögum eftir leik. Enginn fær sæti í stúkunni án þess að vera með sönnun fyrir neikvæðu kórónuveiruprófi.

Lestar- og rútuferðum verður úthlutað sérstaklega fyrir stuðningsmenn Manchester City, enda 330 kílómetrar frá Manchester til London. Þá verða 4.000 áhorfendur á leik Leicester og Southampton í undanúrslitum enska bikarsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert