Aubameyang er að breytast í Özil

Pierre-Emerick Aubameyang hefur skorað níu mörk í öllum keppnum á …
Pierre-Emerick Aubameyang hefur skorað níu mörk í öllum keppnum á tímabilinu. AFP

Pierre-Emerick Aubayemang, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Arsenal, er að breytast í Mesut Özil að mati Paul Merson, sparkspekings hjá Sky Sports.

Merson lék með Arsenal frá 1985 til ársins 1997 og er afar vinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins.

Aubameyang skrifaði undir nýjan samning við Arsenal síðasta sumar og er í dag launahæsti leikmaður félagsins en hann hefur engan veginn náð sér á strik með liðinu á tímabiliu.

„Aubameyang fékk risastóran samning, þrátt fyrir að vera 31 árs gamall,“ sagði Merson.

„Þetta minnir mann óneitanlega á saminginn sem Mesut Özil fékk á sínum tíma og eftir það lá leiðin niður á við.

Aubameyang er að breytast í Özil en samt sem áður er eitthvað í gangi með framherjann en ég veit ekki nákvæmlega hvað það er,“ bætti Merson við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert