Vill komast til United

Declan Rice hefur verið fyrirliði West Ham stærstan hluta tímabilsins.
Declan Rice hefur verið fyrirliði West Ham stærstan hluta tímabilsins. AFP

Declan Rice, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins West Ham, vill ganga til liðs við Manchester United í sumar.

Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu en Rice er 22 ára gamall miðjumaður sem er uppalinn hjá Chelsea.

Hann hefur verið reglulega orðaður við United undanfarin ár en hann lék sinn fyrsta leik fyrir West Ham árið 2015.

Rice á að baki 141 leik fyrir West Ham þar sem hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp önnur fimm.

Þá á hann að baki 15 landsleiki fyrir England þar sem hann hefur skorað eitt mark en hann er samningsbundinn West Ham til sumarsins 2024 og er verðmetinn á 60 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert