Ancelotti tilbúinn að selja

Moise Kean hefur skorað tólf mörk í frönsku 1. deildinni …
Moise Kean hefur skorað tólf mörk í frönsku 1. deildinni á tímabilinu. AFP

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, er tilbúinn að selja ítalska framherjann Moise Kean í sumar.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en Kean er sem stendur á láni hjá Frakklandsmeisturum PSG.

Kean hefur skorað tólf mörk í 22 leikjum í frönsku 1. deildinni á tímabilinu og þá hefur hann skorað þrjú mörk fyrir PSG í Meistaradeildinni.

Sóknarmaðurinn, sem er 21 árs gamall, gekk til liðs við Everton frá Juventus sumarið 2019 fyrir 30 milljónir punda.

Hann náði sér aldrei á strik á Englandi en Everton vill fá í kringum 40 milljónir punda fyrir framherjann.

Þrátt fyrir ungan aldur á Kean að baki átta A-landsleiki fyrir Ítalíu þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

mbl.is