Fimm á förum frá Liverpool?

Divock Origi og Naby Keita gætu báðir yfirgefið Liverpool í …
Divock Origi og Naby Keita gætu báðir yfirgefið Liverpool í sumar. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ætlar að hreinsa til í leikmannahópi sínum í sumar.

Það er talkSport sem greinir frá þessu en margir leikmenn hafa verið orðaðir við Englandsmeistarana undanfarna daga.

Þýski stjórinn þarf hins vegar að selja leikmenn til þess að rýma fyrir nýjum leikmönnum og samkvæmt enska miðlinum verða þeir Joel Matip, Naby Keita, Xherdan Shaqiri, Alex Oxlade-Chamberlain og Divock Origi allir settir á sölulista í sumar.

Allir leikmennirnir eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð sér á strik í búningi Liverpool en bæði Matip, Keita og Oxlade-Chamberlain hafa verið mikið meiddir á tíma sínum í Bítlaborginni.

Þá hafa tækifæri þeirra Shaqiri og Origi verið af skornum skammti en með sölu á þessum leikmönnum gæti Klopp skrapað saman um 100 til 200 milljónum punda til þess að eyða í nýja leikmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert