Gamall United-maður rændur í Róm

Chris Smalling í leik með Roma.
Chris Smalling í leik með Roma. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Chris Smalling og fjölskylda hans vöknuðu upp við vondan draum á heimili sínu í Róm í eldsnemma morgun en þrír vopnaðir menn höfðu þá brotist inn á heimili þeirra.

Ræningjarnir neyddu Smalling til að afhenda þeim ýmis verðmæti, svo sem úr og skartgripi. Lögregla var kölluð að heimili þeirra um fimmleytið í morgun að staðartíma og rannsakar málið en enginn varð fyrir meiðslum.

Smalling kom til Roma frá Manchester United og lék þar sem lánsmaður tímabilið 2019-20 en gerði síðan samning við félagið í október á síðasta ári. Hann missti af leik Roma gegn Ajax í Evrópudeildinni í gærkvöld vegna meiðsla en Roma og Manchester United eiga nú að mætast í undanúrslitum keppninnar.

mbl.is