Gylfi fyrirliði gegn gamla félaginu

Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í kvöld. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í kvöld þegar liðið tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Goodison Park.

Gylfi lék með Tottenham í tvö ár, frá 2012 til 2014, og skoraði átta mörk í 58 úrvalsdeildarleikjum fyrir félagið.

Mikið er undir í baráttunni um Evrópusæti en eitt stig skilur liðin að. Tottenham er með 49 stig í sjöunda sæti og Everton er með 48 stig í áttunda sæti en Everton á leik til góða.
 

mbl.is