Gylfi og Kane í sviðljósinu

Gylfi fagnar marki á Goodison Park í kvöld.
Gylfi fagnar marki á Goodison Park í kvöld. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og Harry Kane sáu um að skora mörkin þegar Everton og Tottenham Hotspur gerðu 2:2 jafntefli á Goodison Park í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Harry Kane kom Tottenham yfir á 27. mínútu en Gylfi jafnaði úr vítaspyrnu á 31. mínútu. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 1:1. 

Gylfi kom Everton yfir á 62. mínútu en Kane jafnaði á 68. mínútu. Liðin fengu því sitt hvort stigið og er Tottenhamí 7. sæti með 50 stig eftir 32 leiki en Everton er með 49 stig eftir 31 leik. 

James Rodriguez fékk vítið fyrir Everton eftir sendingu frá Gylfa. Úr vítaspyrnunni skoraði Gylfi örugglega og sendi Hugo Lloris fyrirliða Tottenham í rangt horn. Í síðari markinu skoraði Gylfi með hnit­miðuðu skoti með vinstri fæti eft­ir fyr­ir­gjöf frá Seam­us Co­lem­an frá hægri. Gylfi hefur nú skorað 67 mörk í ensku úrvalsdeildinni þar af 25 fyrir Everton. 

Gylfi lék með Tottenham frá 2012 til 2014 eins og kunnugt er. 

Kane var óvaldaður í vítateignum í báðum tilfellum og var snöggur að nýta sér það til að skora mörkin. Í báðum tilfellum voru tilburðir varnarmanna Everton athyglisverðir. 

mbl.is