Fimmti sigur United í röð

Donny van de Beek og Bruno Fernandes fagna sigri í …
Donny van de Beek og Bruno Fernandes fagna sigri í leikslok. AFP

Mason Greenwood skoraði tvívegis fyrir Manchester United þegar liðið tók á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í dag.

Leiknum lauk með 3:1-sigri United en staðan að loknum fyrri hálfleik var markalaus, 0:0.

Greenwood kom United á 48. mínútu eftir frábærlega útfærða sókn en James Tarkowski jafnaði metin fyrir Burnley með skalla eftir hornspyrnu, tveimur mínútum síðar.

Greenwood var svo aftur á ferðinni á 84. mínútu þegar skot hans úr teignum fór af Jack Cork og í netið.

Edinson Cavani innsiglaði sigur United með marki í uppbótartíma eftir vel útfærða skyndisókn.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í dag og lék fyrstu 88. mínúturnar.

Manchester United er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 66 stig, 8 stigum minna en topplið Manchester City.

Burnley er í sautjánda sætinu með 33 stig, sex stigum frá fallsæti.

Man. Utd 3:1 Burnley opna loka
90. mín. Scott McTominay (Man. Utd) á skot sem er varið FÆRI! McTominay í gegn en Peacock-Farrell ver í horn.
mbl.is