Getur allt gerst í þessu

Ole Gunnar Solskjær var í skýjunum með sigur dagsins.
Ole Gunnar Solskjær var í skýjunum með sigur dagsins. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var afar sáttur með sína menn eftir 3:1-sigur liðsins gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í Manchester í dag.

Mason Greenwood skoraði tvívegis fyrir United í leiknum og Edinson Cavani bætti við þriðja markinu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í síðari hálfleik.

„Það getur allt gerst í þessu, sérstaklega þegar maður spilar gegn liði eins og Burnley,“ sagði Solskjær í samtali við BBC.

„Það skapast hætta í hvert einasta skipti sem þeir setja boltann inn í teiginn en mér fannst við ráða vel við þeirra styrkleika í dag.

Við erum á réttri leið og núna er að halda áfram á sömu braut. Við þurfum að halda augnablikinu gangandi,“ bætti Solskjær við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert