Sýnt beint frá Old Trafford á mbl.is

Manchester United getur saxað á forskot Manchester City á toppi …
Manchester United getur saxað á forskot Manchester City á toppi deildarinnar með sigri í dag. AFP

Manchester United og Burnley mætast í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester klukkan 15.00 og hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á mbl.is.

Útsendingin hefst kl. 14.30 með upphitun fyrir leikinn á Símanum Sport og er á sérvefnum Enski boltinn.

Manchester United er í öðru sæti deildarinnar, ellefu stigum á eftir Manchester City, en á þennan leik til góða, og getur því minnkað forskot granna sinna niður í átta stig.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru enn í nokkurri fallhættu og þurfa því sem fyrr á stigum að halda í þeim slag.

mbl.is