Drepur allt sem fótbolti á að snúast um

Arsenal er eitt af félögunum tólf sem hyggjast stofna hina …
Arsenal er eitt af félögunum tólf sem hyggjast stofna hina svokölluðu ofurdeild. AFP

Stuðningsmannasamtök enska knattspyrnufélagsins Arsenal sendu í morgun frá sér yfirlýsingu vegna hugmynda um stofnum evrópsku ofurdeildarkinnar í fótbolta en Arsenal er eitt þeirra tólf félaga sem freista þess nú að stofna hana.

Í yfirlýsingu Arsenal segir m.a.:

„Samtökin harma tilkynninguna frá Arsenal um að félagið ætli að taka þátt í stofnun evrópskrar ofurdeildar. Þetta samsvarar því að drepa allt sem fótboltinn á að snúast um.

Sem stuðningsfólk viljum við sjá Arsenal taka þátt í mótum sem byggjast á frammistöðu á vellinum og jafnræði. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að þessi ákvörðun hefur verið tekin án nokkurrar samvinnu eða samræðna og þar með heldur áfram sú þögn og óvirðing sem Kroenke (eigandi félagsins) hefur sýnt stuðningsfólki Arsenal frá fyrsta degi.

Samtökin munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að  berjast gegn þessu. Við þurfum að fá sterk viðbrögð frá ríkisstjórninni og knattspyrnuforystunni.

Við hvetjum allt stuðningsfólk Arsenal og allt fótboltaáhugafólk til að berjast gegn þessu með því að segja sína skoðun í orði og verki. Með samstöðu getum við hrundið þessum græðgisáformum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina