Hvíl í friði Liverpool

Stuðningsmenn Liverpool eru ekki sáttir.
Stuðningsmenn Liverpool eru ekki sáttir. AFP

Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool eru allt annað en sáttir við fyrirhugaða stofnun nýrrar ofurdeildar en Liverpool er eitt tólf liða sem koma að stofnun deildarinnar.

Það leikur allt á reiðiskjálfi í knattspyrnuheiminum eftir að félögin tólf sendu frá sér yfirlýsingu í gær um að til stæði að stofna nýja ofurdeild með stærstu félögum Evrópu.

Félögin sem koma að stofnun deildarinnar eru AC Milan, Arsenal, Atlético Madrid, Chelsea, Barcelona, Inter Mílanó, Juventus, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Real Madrid og Tottenham og þá eru þrjú félög til viðbótar í viðræðum um að koma að stofnun deildarinnar.

Stuðningsmenn Liverpool tóku sig til og hengdu upp borða fyrir utan Anfield, heimavöll enska félagsins, í morgun.

„Skammist ykkar!“ stóð meðal annars á borðanum.

„Hvíl í friði Liverpool, 1892-2021,“ stóð ennfremur á boraðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert