Vonandi verður ekkert af þessu

James Milner var fyrirliði Liverpool í gærkvöld.
James Milner var fyrirliði Liverpool í gærkvöld. AFP

James Milner, sem var fyrirliði Liverpool þegar liðið mætti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld, sagði eftir leikinn sem endaði 1:1 að hann væri alls ekki hrifinn af hugmyndum um nýju „ofurdeildina“.

Liverpool á að vera eitt af tólf til fimmtán aðildarfélögum að deildinni en stuðningsmenn félagsins mótmæltu þessum áætlunum harðlega í gær.

„Ég get aðeins talað fyrir sjálfan mig og ég er alls ekkert hrifinn af þessu og vona að ekkert verði af þessum áætlunum,“ sagði Milner við BBC.

„Núverandi keppnisfyrirkomulag hefur virkað vel og lengi, og það sem hefur gert það sérstakt er að við höfum unnið okkur þátttökurétt til að vera þar og vinna Meistaradeildina, og við unnum okkur rétt til að vinna ensku deildina. Mótin okkar eru mjög góð eins og þau eru,“ sagði James Milner.

mbl.is