Mörkin: Þrjú mörk á 13 mínútum

Leicester steig annað skref í átt að sæti í Meistaradeild Evrópu með 3:0-sigri á West Brom í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Heima­menn skoruðu öll mörk­in sín á 13 mín­útna kafla í fyrri hálfleik. Jamie Var­dy kom Leicester yfir á 23. mín­útu og Jonny Evans bætti við marki þrem­ur mín­út­um síðar með skalla í kjöl­far horn­spyrnu. Kelechi Iheanacho skoraði svo þriðja markið á 36. mín­útu eft­ir góðan und­ir­bún­ing Var­dys.

mbl.is